Flýtileiđir
  • Venjulegt letur
  • Stórt letur

Hjartavernd kaupir IBM Blade

Meginmál
   
23.10.2003  Admin
Hjartavernd kaupir IBM Blade
Hjartavernd gerir samning viđ Nýherja um kaup á ofurtölvu međ kaupum á  28 tveggja örgjörva IBM Blade ţjónum og 8000GB (8TB) SAN gagnageymslu. Rekstaröryggi er hátt í ţessari lausn. Tćknilegur ráđgjafi Hjartaverndar viđ kaupin á ţessum ofurtölvum er Raförnin.

Hjartavernd kaupir IBM ,,Blade" netţjóna af Nýherja

Hjartavernd hefur gert samning viđ Nýherja um kaup á 28 tveggja örgjörva IBM Blade ţjónum og 8000GB (8TB) SAN gagnageymslu. Vélbúnađurinn verđur settur upp sem Linux klasi sem m.a. er ćtlađ ađ vinna upplýsingar úr segulómrannsóknum af heilum 8000 einstaklinga. Megin ástćđa ţess ađ Blade lausnin varđ fyrir valinu er hátt rekstraröryggi og lágur rekstrarkostnađur. Ţá ţarf búnađurinn lítiđ pláss miđađ viđ afköst og kemur međ afburđar umsjónarbúnađi.

Flókin og umfangsmikil vísindagögn   Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er međ stćrstu vísindaverkefnum sem unniđ hefur veriđ ađ hérlendis og hefur hún hlotiđ umfangsmikinn stuđning frá heilbrigđisstofnun Bandaríkjanna - National Institutes of Health. Međ tölvukaupunum, ásamt ţeirri tćknilegu og vísindalegu undirbúningsvinnu sem unnin hefur veriđ, verđur til grundvöllur fyrir margvíslega úrvinnslu mjög flókinna vísindagagna sem skila munu dýrmćtum niđurstöđum. Um er ađ rćđa gríđarlega flókna útreikninga sem taka munu nokkur ár.

Mikiđ rekstraröryggi  Eins og áđur greinir valdi Hjartavernd Blade lausnina af IBM og Nýherja m.a. vegna ţess hversu rekstraröryggiđ er hátt en ef einn íhlutur bilar ţá tekur annar viđ og kemur í veg fyrir rekstrarstöđvun sem er mikill kostur. Ţá er rekstrarkostnađur á vélbúnađinum lítill og er vélin međ ţriggja ára forvarnarábyrgđ á varahlutum og vinnu.

Raförninn sinnir tćkniráđgjöf og rekstri  Tćknilegur ráđgjafi Hjartaverndar viđ kaupin er Raförninn en fyrirtćkiđ veitir altćka ráđgjöf varđandi skipulag og tćknibúnađ myndgreiningardeilda. Starfsmenn Rafarnarins munu stjórna forritun fyrir vélina og sjá um daglegan rekstur hennar. Raförninn hefur starfađ fyrir Hjartavernd síđan 1998 ađ uppbyggingu myndgreiningarstarfsemi og úrvinnslu sem henni tengist. Myndgreiningardeild Hjartaverndar sem opnađi 2002 var fyrsta alstafrćna myndgreiningardeild landsins.

Sitjandi fv.: Ţórđur Sverrisson, forstjóri Nýherja, og Vilmundur Guđnason, forstöđulćknir Hjartaverndar.

Standandi fv.: Helgi Magnússon, tćknilegur ráđgjafi IBM eServer xSeries hjá Nýherja, Emil Einarsson, framkvćmdastjóri IBM Tölvulausna hjá Nýherja, Ari Sigurđsson, framkvćmdastjóri Hjartaverndar, og Smári Kristinsson, framkvćmdastjóri Rafarnarins.

Nýherjafréttir