Flýtileiðir
  • Venjulegt letur
  • Stórt letur

Karólín S. Karlsdóttir

Meginmál


Karólín S. Karlsdóttir kaupkona Hátúni 4 Reykjavík var fædd í Reykjavík 3. júní 1900 og andaðist 5. febrúar 1988.
Rúmlega tvítug sigldi Karólína til Kaupmannahafnar og dvaldist þar í tvö ár við saumaskap.
Þegar heim kom rak hún saumastofu í Hafnarfirði um skeið en einnig í Reykjavík síðar.

Þá rak hún einnig matstofu í Reykjavík í tvö ár. Árið 1931 giftist hún Ásmundi Sigurðssyni skiptstjóra en hann fórst með skipi sínu Reykjaborginni sem skotin var í kaf af Þjóðverjum 1941.

Eftir að Karólína missti mann sinn hóf hún aftur saumaskap og fór til Bandaríkjanna til að fullnuma sig í iðn sinni.
Árið 1955 stofnaði Karólína Gardínubúðina við Ingólfsstræti og rak hana til ársins 1970. Karólína var barnlaus.