Flýtileiđir
  • Venjulegt letur
  • Stórt letur

Mađurinn sem vissi of mikiđ!

Meginmál
   
13.10.2004  Admin
Mađurinn sem vissi of mikiđ!
The insider
Fyrirlestur á vegum Lýđheilsustöđvar á Nordica Hotel, föstudaginn 15.október kl.15:30.
Dr. Jeffrey Wigand sem er fyrirmyndin í kvikmyndinni The insider,  kemur hér til landsins og heldur erindi. Frá ţví ađ hann hćtti ađ vinna fyrir tóbaksiđnađinn hefur hann ferđast um heiminn og haldiđ fjölda fyrirlestra sem hafa vakiđ athygli.
Enginn ađgangseyrir.

The insider
Dr. Jeffrey Wigand heldur opinn fyrirlestur á Nordica Hotel, Suđurlandsbraut -- föstudaginn 15. október kl. 15.30.
Enginn ađgangseyrir.

Jeffrey Wigand er fyrirmyndin í kvikmyndinni The Insider, sem var tilnefnd til 7 Óskarsverđlauna áriđ 1999. Myndin fjallar um háttsettan mann hjá tóbaksfyrirtćki sem gerir athugasemdir viđ notkun á ákveđnu efni í tóbakinu en er umsvifalaust rekinn og hótađ öllu illu (ţar međ taliđ morđi) ef ađ hann ćtlar ađ uppljóstra um ţađ sem gerist á bak viđ tjöldin. Russell Crowe og Al Pacino voru í ađalhlutverkum í kvikmyndinni sem var m.a. tilnefnd sem besta kvikmynd ársins.
   
Frá ţví Jeffrey Wigand hćtti ađ vinna fyrir tóbaksiđnađinn hefur hann ferđast um heiminn og haldiđ fjölda fyrirlestra sem hafa vakiđ mikla athygli. Í fyrirlestrinum á Nordica Hotel mun dr. Wigand međal annars fjalla um:
          *  Ađ skađa eđa ekki skađa: sannleikurinn um óbeinar reykingar
          *  Óskir barna okkur um reyklaust umhverfi -- saklausir deyja
          *  Áhrif málaferla á stefnu stjórnvalda
          *  Hvers vegna er nikótíniđ međ tak á okkur
          *  Eru til öruggari sígarettur
          *  Ásókn tóbaksiđnađarins í unga fólkiđ
          *  Viđbrögđ unga fólksins viđ blekkingum
          *  Áhrifaríkustu tóbaksvarnirnar
          *  Hvers vegna á ađ setja lög um tóbak
          *  Baktjaldamakk tóbaksiđnađarins
     
        
Umsögn um myndina The Insider:
Hér segir af dr. Jeffrey Wigand (Crowe) sem rekinn er úr starfi sínu sem vísindamađur hjá Brown & Williamson, einu af stćrstu tóbaksfyrirtćkjum Bandaríkjanna, eftir ađ hafa reynt ađ benda yfirmönnum fyrirtćkisins á hin heilsuspillandi áhrif tóbaksins. Hann sćtir miklu harđrćđi frá fyrirtćkinu eftir ađ menn fer ađ gruna ađ hann muni jafnvel veita fjölmiđlum innanhússleyndarmál og upplýsingar sem gćtu komiđ fyrirtćkinu illa. Ţeir skera á allar greiđslur til hans, hann fćr líflátshótanir og ţađ er njósnađ um hann. Á svipuđum tíma fćr fréttastjórnandi hjá hinum virta fréttaskýringaţćtti CBS, 60 mínútur (60 minutes), Lowell Bergman (Pacino) sent vísindaleg gögn frá nafnlausum sendanda sem virđast veita innsýn í tóbaksheiminn.

Heimsókn Jeffrey Wigands er á vegum Lýđheilsustöđvar og er styrkt af NordicaHotel