Flýtileiđir
  • Venjulegt letur
  • Stórt letur

Vísindagrein frá Hjartavernd í The New England Journal of Medicine

Meginmál
   
6.4.2004  Admin
Vísindagrein frá Hjartavernd í The New England Journal of Medicine
Hjartavernd birtir vísindagrein um rannsóknir á C-reactive prótein (CRP) sem áhćttuţátt fyrir kransćđasjúkdóm.  Rannsóknin er sú stćrsta sinnar tegundar og mun hafa afgerandi áhrif um hvernig nota má mćlinguna í áhćttumati. 

Hjartavernd birtir vísindagrein um rannsóknir á C-reactive prótein (CRP) sem áhćttuţátt fyrir kransćđasjúkdóm.  Rannsóknin er sú stćrsta sinnar tegundar og mun hafa afgerandi áhrif um hvernig nota má mćlinguna í áhćttumati. 
Vísindagreinin sem heitir: "C-Reactive Protein and Other Circulating Markers of Inflammation in the Prediction of Coronary Heart Disease" birtist í einu virtasta lćknisfrćđitímariti í heimi The New England Journal of Medicine og er sérstaklega fjallađ um rannsóknina í ritstjórnargrein tímaritsins.

Rannsóknir á áhćttuţáttum fyrir kransćđasjúkdóma víđa um heim ţar á međal rannsóknir Hjartaverndar hafa sýnt ađ enn er allt ađ ţriđjungur áhćttuţátta kransćđasjúkdóma óskýrđur.
Á undanförnum árum hefur komiđ í ljós ađ vćg en langvarandi bólga hefur reynst áhćttuţáttur fyrir hjarta- og ćđasjúkdóma.  Međal annars hafa rannsóknir Hjartaverndar á sökki sem mćlikvarđa á bólgu bent til ţess ađ ţađ hefđi eilítiđ forspárgildi fyrir kransćđastíflu.  Einn bólgumiđill sem mikiđ hefur veriđ til rannsókna ađ undanförnu er C- reactive protein (CRP) en ţađ prótein hćkkar mjög í bráđabólgu.  Í ljós hefur komiđ ađ einstaklingar virđast hafa misháan grunnstyrk af ţessu próteini í blóđi sínu og rannsóknir hafa eindregiđ bent til ţess ađ ţetta pótein sé sjálfstćđur áhćttuţáttur fyrir hjarta- og ćđasjúkdóma. 

Hjartavernd hefur í samvinnu viđ breska vísindamenn í Cambridge birt vísindagrein sem byggir á niđurstöđum rannsókna Hjartaverndar síđustu 35 ár.  Rannsóknin var gerđ á um 2500 einstaklingum sem tóku ţátt í rannsókn Hjartaverndar og fengiđ hafa kransćđastíflu og nćrri 4000 einstaklingum sem ekki hafa fengiđ kransćđastíflu.  Niđurstöđurnar benda eindregiđ til ţess ađ CRP sé áhćttuţáttur fyrir hjarta- og ćđasjúkdóma ţótt ekki sé viđbótarupplýsingargildiđ eins mikiđ og menn hafi haldiđ fram hingađ til. 

Talsverđ umrćđa hefur veriđ ađ undanförnu um gildi CRP sem viđbót í heildaráhćttumati á einstaklingum m.t.t. kransćđasjúkdóms.  Til eru talsmenn ţess ađ mćla CRP í öllum sem hafa um 10-20% áhćttu á ađ fá kransćđasjúkdóm á nćstu 10 árum.  Ţessi rannsókn bendir til ţess ađ viđbótarupplýsingar sem fást séu ekki nćgjanlegar miklar til ađ réttlćta mćlingu í öllum.  Ljóst er ţó ađ ţetta er áhćttuţáttur sem vert er ađ hafa í huga, einkum ţegar erfitt er ađ meta áhćttu út frá öđrum ţáttum og ákvörđun ţarf ađ taka um međferđ einstaklingsins  Mćlingin gćti ţess vegna hjálpađ talsvert í völdum tilvikum.

Fjallađ hefur veriđ um ţessa rannsókn í bandarískum og breskum fréttamiđlum eins og sjá má hér ađ neđan.

Útvarpsţáttur Value of Heart Disease Test Questioned – Richard Knox í NPR í Boston.

“New study stirs controversy over CRP for CHD risk assessment" The Heart.org

“Potent predictor or not” USA today 
 
“Heart study Challenges Protein´s Predictive Power" The New York Times