Flýtileiđir
  • Venjulegt letur
  • Stórt letur

Uppsagnir hjá Hjartavernd

Meginmál
   
30.11.2005  Admin
Uppsagnir hjá Hjartavernd
Hjartavernd stendur frammi fyrir ţví ađ tekjur félagsins hafa dregist saman á liđnum mánuđum og misserum, einkum vegna hinnar gríđarlega óhagstćđu gengisţróunar og kostnađarhćkkana innanlands.

Í lok janúar nćstkomandi verđa 5 ár liđin frá ţví ađ Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES Reykjavik study) hófst.  Öldrunarrannsóknin er samstarfsverkefni Hjartaverndar og bandarískra heilbrigđisyfirvalda (NIH/NIA) og ein stćrsta faraldsfrćđilega rannsókn á heimsvísu á heilbrigđi öldrunar.  Í dag hafa hátt í sex ţúsund einstaklingar tekiđ ţátt í rannsókninni.  Kostnađarhlutur bandarískra heilbrigđisyfirvalda vegna rannsóknarinnar til ţessa dags nemur um $25,3 milljónum en áćtlađur heildarkostnađur ţeirra eru rúmar $31 milljón.  Viđ ţetta bćtist svo framlag Hjartaverndar, m.a. í formi framlags starfsmanna, húsnćđiskostnađar og annars ţví tengdu.

Hjartavernd stendur frammi fyrir ţví ađ tekjur félagsins hafa dregist saman á liđnum mánuđum og misserum, einkum vegna hinnar gríđarlega óhagstćđu gengisţróunar og kostnađarhćkkana innanlands.  Hjartavernd er međ stćrstan hluta sinna tekna í erlendum myntum og nánast allan kostnađ í krónum.  Hefur ţetta m.a. ţau áhrif ađ ţeir fjármunir sem áćtlađ var ađ nýta til Öldrunarrannsóknarinnar munu ekki nćgja.  Ţá er jafnframt ljóst af viđrćđum viđ fulltrúa NIH/NIA ađ stjórn NIA treystir sér ekki til ađ leggja fram ţá auknu fjármuni sem ţarf til ađ ná endum saman.
    
Ţađ liggur ţví fyrir ađ hćgja verđur verulega á Öldrunarrannsókninni sem felur í sér umtalsverđa fćkkun starfa.  Ţá gera áćtlanir jafnframt ráđ fyrir tilkomu nýs áfanga Öldrunarrannsóknarinnar, en áćtlađ er ađ hann hefjist í árslok 2006.  Ţar er um ađ rćđa nýtt sex ára rannsóknarverkefni sem byggir á endurkomu sömu ţátttakenda.  Samningaumleitanir ţar ađ lútandi hafa stađiđ yfir viđ bandarísk heilbrigđisyfirvöld síđan í ársbyrjun 2004 og áćtlađ ađ ţeim ljúki á komandi mánuđum.

Minnkandi umsvif Öldrunarrannsóknarinnar koma hart niđur á fjárhag Hjartaverndar og gera félaginu erfitt fyrir ađ halda sínu vel ţjálfađa og hćfa starfsfólki.  Í október síđastliđnum störfuđu 72 einstaklingar í 54 stöđugildum hjá Hjartavernd ses og KLH ehf, ţar af 57 einstaklingar í 43 stöđugildum viđ Öldrunarrannsóknina. 
Í ljósi framangreinds var á starfsmannafundi nú í morgun tilkynnt uppsögn 35 starfsmanna, sem tekur gildi 1. desember 2005 miđađ viđ samningsbundinn 3ja mánađa uppsagnarfrest.  Ţess er vćnst ađ starfsmenn vinni út sinn uppsagnarfrest og láti af störfum 28. febrúar 2006.
Hjartavernd ses og KLH ehf ţykir miđur ađ ţurfa ađ grípa til ţessara ađgerđa en hjá ţeim varđ ekki komist í ljósi ytri ađstćđna.  Eftir ţessar ađgerđir munu um 38 einstaklingar starfa hjá Hjartavernd ses og KLH ehf í um 33 stöđugildum viđ margvíslegar rannsóknir.  
Allar frekari upplýsingar veitir forstöđulćknir, Vilmundur Guđnason í síma 535-1806.